ÞAÐ OG HVAÐ

Heimurinn helmingi betri er með þér,
að hafa þig með bætir mitt geð,
endalaust lifa og leika sér
í látlausri vináttu og ást.
— Það og Hvað

Leikritið Það og Hvað er skrifað af þeim Sigríði og Júlíönu og fjallar um samnefndar persónur sem lenda í ýmsum ævintýrum sem fá þær til að velta fyrir sér ástinni, vináttunni, lífinu og tilverunni. Persónurnar fá börnin til þess að hjálpa sér að leita svara við þeim spurningum og vangaveltum sem upp koma og tjá einnig hugmyndir sínar og vangaveltur með söng og dansi. Persónurnar klæðast litríkum og skemmtilegum búningum sem fanga athygli yngstu áhorfenda. 

Aðalmarkmið verkefnisins er að skapa spennandi og þýðingarmikið leikhús fyrir börn sem fær þau til að velta fyrir sér lífinu og tilverunni á uppbyggilegan hátt og að auka aðgengi ungra barna um allt land að leikhúsi. Verkefnið verður á ferð um landið í sumar þar sem persónurnar heimsækja hina ýmsu leikskóla og hátíðir.

Sýningin er hugljúf, fyndin og skemmtileg og sérstaklega aðgengileg fyrir börn á leikskólaaldri.

Sviðsmyndin er umfangslítil og er hægt að sýna sýninguna við hvaða aðstæður sem er.

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Menningarsjóði Borgarbyggðar.

ÞAÐ OG HVAÐ BOLUR

Nú er hægt að eignast sérhannaðan bol með skemmtilegum texta úr leikritinu. Bolirnir eru framleiddir með endurnýtanlegri orku og er eingöngu lífræn bómull notuð við framleiðsluna. Það skilar sér í 90% lægra kolefnisspori en sambærilegar vörur.
Bolina hannaði Kristbjörg Lára Gunnarsdóttir.

Bolirnir koma í þremur stærðum og fjölda lita:
3-4 ára (98-104) - Litir: Ljósblár, rauður, grænn og hvítur.
5-6 ára (110-116) Litir: Grænn, ljósblár, burgundy, hvítur.
7-8 ára (122-128) Litir: Ljósblár og burgundy.

Verð: 4500 krónur

Heimsending: 1000 krónur

Þú getur pantað bolina beint hjá okkur í gegnum tölvupóstfang og við sendum þá heim.
Fyrirspurnir: flaekjaleikhopur@gmail.com

68533479_411226266411130_973467055036563456_n.jpg
Screenshot 2019-08-11 at 20.58.56.png
Screenshot 2019-08-11 at 21.01.55.png
 
IMG_2531.jpeg
 

Vilt þú fá okkur í heimsókn?

Persónurnar Það og Hvað verða á ferð og flugi í allt sumar. Endilega sendu okkur línu ef þú hefur áhuga á að fá sýninguna eða persónurnar í heimsókn á leikskólann, hátíðina, afmælið eða bara hvert sem er!

Við tökum við öllum fyrirspurnum og bókunum í gegnum tölvupóstfangið okkar.


IMG_2488.jpeg

BOLAPANTANIR

Nafn *
Nafn
68445700_2913888025353037_166171790761000960_n.jpg
69148354_479139816250993_5054616916103004160_n.jpg