Leiklistarnámskeið

Hér er hægt að finna upplýsingar um námskeiðin okkar og skrá þátttöku.

Sannleikur á Sviði

Þriggja daga leiklistarnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðið hentar bæði þeim sem vilja bara hafa gaman og þeim sem langar í meiri reynslu t.d fyrir prufur í leiklistarskóla ofl. Markmið námskeiðisins er að læra einfalda tækni sem auðvelt er að tileinka sér og hjálpar manni að vera meira sannfærandi á sviði og fyrir framan myndavél. Námskeiðið er fyrir fólk á aldrinum 16-20 ára.

Hvernig get ég treyst því að ég sé að ,,gera rétt” á sviði?
Hvernig get ég sleppt takinu og haft gaman?

Námskeiðið fer fram daganna 3. 4. og 5. september í Menntaskólanum á Egilsstöðum og er kennt 19:00 - 21:00.

Kennarar eru þær Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Júlíana Kristín Jónsdóttir, nánari upplýsingar um þær er að finna undir flipanum ,,aðstandendur” hér á síðunni.

Verð: 6000 krónur.

Skráningarform

190427_JULIANA_JONSDOTTIR_0419_LOW.jpg
57485972_649549735491421_2227181997447446528_n.jpg