Leiklistarnámskeið

Hér er hægt að finna upplýsingar um námskeiðin okkar og skrá þátttöku.

Sumarnámskeið í Borgarnesi

Fimm daga leiklistarnámskeið í Borgarnesi munu fara fram vikuna 1. - 5. júlí 2019 í sal Tónlistarskóla Borgarfjarðar, Borgarbraut 23. Kennarar eru þær Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Júlíana Kristín Jónsdóttir, nánari upplýsingar um þær er að finna undir flipanum ,,aðstandendur” hér á síðunni. Námskeiðinu verður skipt upp í fimm hópa eftir aldri. Allt frá efstu stigum leikskóla upp í kvöldnámskeið fyrir fullorðna.
Athugið að námskeiðið er kennt daglega og tímasetningar breytast ekki. Einnig er 20% systkinaafsláttur.

Hópur I - Efstu deildir leikskóla
Klukkan: 10:00 - 11:00

Á leikskólanámskeiðinu verður einblínt á leikgleði og er markmiðið að skemmta sér saman á skapandi hátt. Börnin munu fara í leiki þar sem reynt er á athygli og ímyndunarafl.
Þar sem það er engin lokaútkoma og markmiðið aðallega að hafa gaman, er mæting valfrjáls. Greitt er eingöngu fyrir þá daga sem börnin mæta.
Foreldrum er velkomið að fylgjast með.

Verð: 1000 krónur skiptið.


Hópur II - 6-8 ára
Klukkan: 12:00 - 14:00

Á þessu námskeiði verður einblínt á samvinnu og lausnir á skapandi verkefnum. Börnunum verður skipt í hópa þar sem þau skapa eigið örleikrit undir handleiðslu Sigríðar og Júlíönu. Einnig verður farið í ýmsa leiklistarleiki og gerðar æfingar, aðalmarkmiðið er að sjálfsögðu að hafa gaman. Seinasta daginn verður síðan sýning þar sem aðstandendur geta komið og séð lokaútkomuna.

Verð: 4900 krónur í heildina.


Hópur III - 9-11 ára
Klukkan: 14:00 - 16:00

Á þessu námskeiði verður einblínt á samvinnu í hóp og leikræna túlkun á gefnum aðstæðum. Börnunum verður skipt í hópa þar sem þau vinna örleikrit út frá beinagrind af handriti. Einnig læra þau ýmsar leiklistaræfingar og leiki sem gagnast bæði í vinnu og lífi. Seinasta daginn verður síðan sýning þar sem aðstandendur geta komið og séð lokaútkomuna.

Verð: 4900 krónur í heildina.


Hópur IV - 12-16 ára
Klukkan: 16:30 - 18:30

Á þessu námskeiði verður einblínt á skapandi hugsun og tjáningu, auk þess sem farið verður í grunntækni í karaktersköpun. Farið verður í ýmsar leiklistaræfingar til að leysa um sköpunarkraftinn. Einnig verður þáttakendum úthlutað persónum, sem þau fá tækifæri til að vinna í undir handleiðslu Sigríðar og Júlíönu. Námskeiðið á þannig að gefa þeim innsýn inn í starf leikarans.

Verð: 5900 krónur í heildina.

Hópur V - Kvöldnámskeið 16+
Klukkan: 19:30 - 22:00

Þetta námskeið er hugsað fyrir unglinga og fullorðna sem langar að bæta við sig tæknilegri þekkingu í leiklist. Námskeiðið hentar bæði áhugaleikurum og þeim sem langar að leggja leiklist fyrir sig. Farið verður í senuvinnu, þar sem þátttakendum er skipt í pör og vinna þau saman með handrit. Markmið námskeiðisins er að þátttakendur tileinki sér tækni, sem hjálpar þeim að vinna með handrit og persónur upp á eigin spýtur.

Hvernig gerum við aðstæður trúverðugar fyrir okkur sjálf sem og áhorfendur?
Hvernig nýtum við ímyndunaraflið í vinnu okkar?
Hvernig lifnar karakterinn við?

Verð: 12.500 í heildina.

Skráningarform

190427_JULIANA_JONSDOTTIR_0419_LOW.jpg
57485972_649549735491421_2227181997447446528_n.jpg

Styrktaraðilar

Verkefnið er styrkt af eftirfarandi fyrirtækjum:

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Borgarnesi
Englendingavík Veitingastaður
Landnámssetur Íslands Borgarnesi
Geirabakarí
Grillhúsið Borgarnesi
Tónlistarskóli Borgarfjarðar