AÐSTANDENDUR


 

Júlíana Kristín
Liborius Jónsdóttir

juliana2.png

Júlíana Kristín er menntuð leikkona og sviðshöfundur frá leiklistarskólanum Copenhagen International School of Performing Arts. Hún hefur verið virk í sviðslistum frá unga aldri og hefur tekið þátt í leiksýningum, kvikmyndaverkefnum og gjörningum bæði hérlendis og erlendis. Hún sýndi m.a. frumsamda gamanleikinn Humours í Frystiklefanum á Rifi, fór með burðarhlutverk í leiksýningunni Takk Fyrir Mig í Iðnó, hefur starfað með Brúðubílnum, Götuleikhúsi Hins Hússins, Rúv og lauk nýverið sýningum á leiksýningunni ,,A Mouthfull of Birds” á hátíðinni Copenhagen Stage.


Sigríður Ásta
Olgeirsdóttir

SAO02-sh.jpg

Sigríður Ásta er leikkona og tónlistarmaður, við nám í Copenhagen International School of Performing Arts. Hún er útskrifuð frá Söngskólanum í Reykjavík og hefur á vegum skólans tekið þátt í fjölda sýninga. Hún hefur alla tíð verið viðloðandi Íslenskt menningarlíf, hefur staðið fyrir tónleikum og tekið þátt í hverskyns uppfærslum víða hér á landi sem og erlendis. Hún er virkur meðlimur í dúettinum „Syngjandi systur“ ásamt Hönnu Ágústu Olgeirsdóttur. Sigríður Ásta fór nýverið með hlutverk Marie í leikverkinu Woyzeck eftir G. Buchner sem sýnt var í Kaupmannahöfn.